Skotveiði

Hreindýraveiði Í Grænlandi

Hreindýraveiði á Grænlandi 2018

Alvöru veiðimannaferð þar sem veiðimenn taka þátt í að bera fallin dýr og vistir, taka þátt í eldamennsku, flá dýr og pakka kjöti.

 

 

Dagsetningar:  

·         6-10 Ágúst

·         13-17 Ágúst

·         20-24 Ágúst

 

Fjöldi í hverri ferð 3 - 6

Verð: 290.000 kr. á mann

Innifalið:

Akstur og bátsferð í veiðibúðirnar

Gisting í tjaldbúðum

1 nótt á Inuk Hostel (twin herbergi)

Allur matur

1 hreindýraleyfi

Pökkun á kjöt fyrir flutning

 

Hægt að fá að skjóta aukadýr 30.000 kr.

 

 

 

Ekki innifalið:

  • Flugfargjöld
  • Ef flugvél seinkar og menn þurfa að kaupa aukanótt í mat og gistingu.
  • Skot
  • Meðhöndlun á dýrum og sendingarkostnaður ef menn vilja fá hausa og skinn.

 

Veiðiferðin

Þessi ferð er svona Greenland Style kjötveiðiferð og ekki hægt að segja að þetta sé trophy ferð þó svo að það séu alveg góðar líkur á fínum dýrum. Hér er veitt fótgangandi og þurfa veiðimenn að vera í ágætu formi.  Það er einn leiðsögumaður á hverja 3 veiðimenn og allir hjálpast að.  Leiðsögumaðurinn velur landsvæðið sem veiða skal hverju sinni og þurfa þátttakendur að vera undirbúnir fyrir að geta gengið 5-8 km dag og að geta dregið dýrin með sér til baka.

Veiðibúðirnar eru staðsettar u.þ.b. 5 km inní landi og þarf að ganga frá sjávarmáli upp að veiðibúðum en þær eru staðsettar á milli vatna og er hægt að veiða silung þegar menn eru í búðunum.

 

Veiðin

Veiðin er sett upp sem kjötveiðiferð en ekki trophy ferð og er yfirleitt skotið á fyrstu dýr sem verða á vegi okkar. Það eru flottir tarfar á svæðinu og menn geta lent á að rekast á þá rétt eins og önnur dýr.  

Fjarlægðin frá veiðibúðunum að veiðislóð eru u.þ.b. 0-8 km.  Á þessum tíma ár eru hreindýrin mest saman í litlum hópum 2-5 saman og eru nokkuð dreifð um svæðið, sem er hentugra til veiða.  Seinna á tímabilinu byrja hreindýrin að hópa sig meira saman.

 

Veiðibúðirnar

Gist er í tjaldbúðum, sem eru staðsettar á milli tveggja vatna á veiðisvæðinu, lítil á rennur á milli þeirra og er hægt að kasta fyrir bleikju þegar fólki hentar. Það verður búið að reisa tjaldbúðirnar áður en gestir mæta á veiðisvæðið svo ekki þarf að burðast með tjöldin með sér, hins vegar hjálpasta allir að við að bera matvælin. Veiðibúðirnar eru samansettar af einu matartjaldi og svo minni svefntjöldum.

 

Kjöt

Leyfilegt er að taka með sér 10 kg af kjöti til íslands, en sækja þarf um heimild sem er frekar auðsótt og gert inni á  mast.is .  Greiddur er tollur af 7 kg. en fyrstu 3 kg eru undanskyld. Þegar er komið til Nuuk eftir veiðiferðina verður farið í kjötvinnslu til að úrbeina og pakka bestu vöðvunum. Leiðsögumaðurinn er með góða vacumpökkunarvél.

 

Skotvopn

Lögleg caliber til hreindýraveiða eru 222, 243, 6.5*55 .308, og 30-06.

Hægt er að útvega kúlur í flest caliber en við þurfum að fá að vita það með fyrirvara ef ætlunin er að kaupa skot í Grænlandi.

Það má skjóta héra ef menn rekast á þá en tímabilið byrjar 1. ágúst.

Búist er við að veiðimenn komi með sýnar eigin byssur, en leiðsögumennirnir eru með 243 og 308 sem back up ef eitthvað klikkar. Einnig er hægt að leigja byssur en það þarf að vera ljóst með ágætum fyrirvara.

 

Ferðaplan

Mánudagur:

Lent í Nuuk um hádegi.   Leiðsögumaðurinn hittir ykkur á flugvellinum og fer með ykkur í bátinn sem siglir beina leið í veiðibúðirnar. Bátsferðin tekur um 2 klst.  Þaðan tekur við u.þ.b. klukkustundar ganga upp að veiðibúðunum.  Þegar þangað er komið er raðað niður á tjöld, fólk fær sér hressingu og hægt er að byrja að veiða í nágrenni búðana.  Ekki er ólíklegt að fyrsta hreindýrið falli sama kvöld.

Þriðjudagur og miðvikudagur:

Næstu tvo daga  verða settar saman tveir þriggja manna hópar með leiðsögumanni.  Allt sem er skotið verður pakkað á staðnum til flutnings og þarf að ganga með það til baka í veiðibúðirnar. Það er ómögulegt að segja hversu langt er gengið á dag, en það getur verið allt frá því að vera mjög auðvelt uppí langa erfiða daga.

Fimmtudagur:

Að morgni fjórða dags þarf að bera allt kjöt niður að stönd þar sem báturinn mun sækja hópinn. Hópurinn getur þurft að fara tvær ferðir niður að strönd en það fer allt eftir hversu mikið þarf að bera.  Svo er siglt inn til Nuuk þar sem verður farið á góðan stað til þess að úrbeina og pakka bestu vöðvunum.   Þaðan er farið á hostelið þar sem fólk kemst í langþráða sturtu og sofið til morguns. 

Föstudagur

Flogið til Reykjavíkur.